4. fundur
fjárlaganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 22. september 2023 kl. 08:08


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 08:08
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 08:08
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:08
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 08:08
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 08:08
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 08:08
Ragnar Sigurðsson (RS), kl. 08:08
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 08:08
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:27
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 08:08

Jóhann Páll Jóhannsson vék af fundi kl. 11:30 og í hans stað mætti Kristrún Frostadóttir að loknu fundarhléi. Jódís Skúladóttir vék af fundi kl. 14:59. Ragnar Sigurðsson vék af fundi kl. 15:07.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2024 Kl. 08:00
Kl. 08:00. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Margrét Hallgrímsdóttir, Auður B. Árnadóttir, Henný Hinz og Ólöf Kristjánsdóttir frá forsætisráðuneytinu.
Kl. 8:46. Guðrún Ögmundsdóttir, Helga Jónsdóttir, Þórdís Steinsdóttir, Guðmundur Axel Hansen og Guðrún Birna Finnsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Kl. 10:25. Marinó Melsted, Gunnar Snorri Guðmundsson, Brynjar Örn Ólafsson og Bergþór Sigurðsson frá Hagstofu Íslands. Þeir kynntu hagspá Hagstofu Íslands og svöruðu spurningum nefndarmanna um hana.
Fundarhlé kl. 11:30-13:29.
kl. 13:30. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra, Sóley Ragnarsdóttir, Erna Blöndal, Hafþór Einarsson og Árni Jón Árnason frá mennta- og barnamálaráðuneytinu.
Gestirnir kynntu þann hluta fjárlagafrumvarpsins sem er á ábyrgðarsviði ráðuneytis þeirra og svöruðu spurningum nefndarmanna úr efni þess.

2) Önnur mál Kl. 15:13
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 15:14
Fundargerð 3. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 15:15